Minnisblað formanns og framkvæmdastjóra LK um kvótamarkað
21.05.2010
Í kjölfar ályktunar aðalfundar Landssambands kúabænda frá því í mars sl. um kvótamarkað, tóku formaður og framkvæmdastjóri LK saman minnisblað um það efni. Minnisblaðið er að finna hér.
Greiðslumark er bundið við lögbýli. Aðilaskipti eru þegar greiðslumark er keypt af einu lögbýli yfir á annað. Handhafaskipti er þegar nýr handhafi tekur við greiðslumarki lögbýlis, t.d. við ættliðaskipti eða þegar bújarðir ganga kaupum og sölum milli óskyldra einstaklinga eða félaga.