Minni framleiðsla í apríl þrátt fyrir stærri framleiðsluheimildir
10.05.2005
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði fyrir apríl kemur fram að 0,7% samdráttur varð í framleiðslunni miðað við sama tíma í fyrra. Framleiðsluheimild kúabænda er meiri í ár en í fyrra og er heildarframleiðslan nú komin í 73,1 milljónir lítra. Eftir af greiðlsumarki þessa verðlagsárs eru nú um 32,9 milljónir lítra eða um 31%.