Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Minna mjólkurmagn en meiri velta

05.04.2017

Nýsjálenska afurðafélagið Fonterra er nú búið að birta sex mánaða uppgjör sem nær til loka janúar, þ.e. frá ágúst 2016 til og með janúar sl. Á þeim tíma hefur veltan aukist um 5% miðað við sama tímabil 12 mánuðum áður og það þrátt fyrir að innvigtun mjólkur hafi dregist saman um 4%. Þess má einnig geta að samdráttur varð einnig í innvigtun mjólkur í Ástralíu og það um heil 7% en í bæði Nýja-Sjálandi og Ástralíu stafar samdrátturinn af veðurfari, enda byggja bæði löndin mjólkurframleiðslu sína að mestu á beit.

Á þessum sex mánuðum hagnaðist Fonterra um 32 milljarða íslenskra króna sem er 2% aukning frá fyrra ári og segir í fréttatilkynningu um málið að hagnaðinn megi mikið til rekja til góðs árangurs Fonterra í Kína en útflutningur félagsins til Kína jókst um 12% á þessum sex mánuðum. Þá hefur salan almennt aukist í Asíu um 5% og þá hefur einnig orðið góður vöxtur í Suður-Ameríku en alls jókst útflutningur Fonterra þangað um 13%. Athygli vekur að félaginu hefur gengið verr að selja mjólkurvörur inn á markaði í Mið-Austurlöndum og Afríku og raunar varð 4% samdráttur í sölunni til þessara svæða. Það er nokkuð óvænt enda hafa mörg sterk afurðafélög í Evrópu verið að ná góðum árangri þar og má t.d. nefna hollenska félagið FrieslandCampina sem eitt dæmi/SS.