Beint í efni

Minna framboð af ungnautum í ágúst en í fyrra.

14.09.2010

Sala á nautakjöti sl. 12 mánuði hefur verið afar góð þrátt fyrir minna framboð á nautgripum til slátrunar í ágúst síðastliðnum m.v. sama tíma í fyrra. Samdráttur í framleiðslu í ágúst nam 0,8% miðað við árið á undan og samdráttur í sölu nam 8,1% miðað við ágúst 2009. Þrátt fyrir samdrátt nú mælist 3,1% aukning í sölu á 12 mánaða grunni en ef horft er til heildarsölu allra kjöttegunda varð samdráttur á sama tíma um 0,8%. Alífuglakjöt heldur áfram að seljast í mestu magni hér á landi, auk þess sem sú kjöttegund er með mesta söluaukningu á 12 mánaða grunni eða 4,5%.

 

Í ágúst var framboð

 

 

á kúm og kvígum nokkuð meira en í ágúst í fyrra og nam aukningin 10,8%, en samhliða var framboð á ungnautum 9,1% minna sem skýrir samdrátt í framleiðslunni enda meira magn þar á ferð alla jafna.

 

Ef horft er til nánari sundurliðunar talna um nautakjötið má sjá að af heildarsölunni síðustu 12 mánuði, upp á 3.807 tonn, þá er hlutfall ungnauta 57,0% heildarmagnsins.

 

Nánar má lesa um framleiðslu og sölu á kjöti á vef Bændasamtaka Íslands.