Beint í efni

Miltisbrandur á sænsku kúabúi

02.08.2011

Sænsk yfirvöld settu nú fyrir helgi kúabú í einangrun vegna militsbrandssýkingar, en búið er í nágrenni Odensbacken sunnan við Örebro í miðhluta Svíþjóðar. Alls eru 20 kýr dauðar af völdum sjúkdómsins og hafa þegar verið send til eyðingar. Áður fyrr voru dýr sem drápust af miltisbrandi urðuð, en þar sem bakterían sem veldur sjúkdóminum lifir mjög lengi í jarðveginum, er þessum dýrum nú eytt. Á þessu kúabúi gengu gripirnir einmitt á landi þar sem var verið að vinna í jarðvegi og er nú þegar talið fullvíst að smitefnið komi frá hræi sem var urðað á svæðinu fyrir löngu síðan.
 
Einungis kýrnar á bænum sýndu einkenni miltisbrands og náðist ekki að bjarga nokkurri þeirra. Aðrir nautgripir á búinu virðast hafa sloppið en eru meðhöndlaðir með lyfjum til öryggis. Þá hafa yfirvöld einnig ábúendur í lyfjameðferð af sömu/SS.