Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Milkrite kaupir InterPuls

31.08.2015

Milkrite, sem er líklega stærsti samkeppnisaðili mjaltatækjaframleiðandanna í sölu á spenagúmmíum og slöngum, keypti nýverið allt hlutafé í ítalska fyrirtækinu InterPuls. Með uppkaupunum er ljóst að Milkrite ætlar sér nýja hluti í framtíðinni enda er Interpuls þekktur framleiðandi á margskonar tæknibúnað fyrir mjólkurframleiðslu.

 

Vörumerki fyrirtækjanna tveggja verða nú sameinuð og seld sem „Milkrite-InterPuls“ en fyrirtækið selur í dag vörur sínar í 80 löndum og er með framleiðslu í Bandaríkjunum, Ítalíu, Bretlandi og Tékklandi. Heildarvelta hins nýja sameinaða fyrirtækis er í dag um 60 milljónir evra eða um 9 milljarðar króna/SS.