Beint í efni

Milkrite kaupir InterPuls

31.08.2015

Milkrite, sem er líklega stærsti samkeppnisaðili mjaltatækjaframleiðandanna í sölu á spenagúmmíum og slöngum, keypti nýverið allt hlutafé í ítalska fyrirtækinu InterPuls. Með uppkaupunum er ljóst að Milkrite ætlar sér nýja hluti í framtíðinni enda er Interpuls þekktur framleiðandi á margskonar tæknibúnað fyrir mjólkurframleiðslu.

 

Vörumerki fyrirtækjanna tveggja verða nú sameinuð og seld sem „Milkrite-InterPuls“ en fyrirtækið selur í dag vörur sínar í 80 löndum og er með framleiðslu í Bandaríkjunum, Ítalíu, Bretlandi og Tékklandi. Heildarvelta hins nýja sameinaða fyrirtækis er í dag um 60 milljónir evra eða um 9 milljarðar króna/SS.