Beint í efni

Miklar skuldir nýsjálenskra kúabænda

31.07.2013

Ekki heyrist oft rætt um skuldastöðu kúabænda í Nýja-Sjálandi en þar, líkt og í öðrum löndum, er mjólkurframleiðslan einnig skuldsett. Á síðustu 10 árum hafa skuldir í þarlendri mjólkurframleiðslu þrefaldast og er í dag um 3.000 milljarðar íslenskra króna. Heildarmjólkurframleiðslan í landinu er hins vegar mikil eða um 15 milljarðar lítra og nema skuldir því um 20 aurum á hvern framleiddan líter. Það er etv. ekki svo mikið í raun, en vandinn er að helmingur allra skulda hvíla einungis á 10% búanna.

 

Yfirvöld í Nýja-Sjálandi óttast að margir kúabændur lendi í erfiðleikum á komandi ári þrátt fyrir að útlit sé fyrir all gott afurðastöðvaverð en góð grasspretta nú gæti valdi falli á heimsmarkaðsverði eftir næstu áramót. Vegna þessa er talið að um 40% búanna á norðureyjunni muni lenda í erfiðleikum með að greiða full laun og vexti á næsta ári.

 

Skuldirnar eru tilkomnar vegna mikillar aukningar á framleiðslunni með tilheyrandi uppbyggingu á framleiðsluaðstöðu. Samhliða hefur landverð hækkað um 12% á ári síðustu 10 ár/SS.