Beint í efni

Miklar hræringar á nautakjötsmarkaðinum

10.06.2005

Undanfarna daga hafa margir sláturleyfishafar hækkað verð á ákveðnum flokkum nautgripakjöts til bænda. Í dag hækkaði Kaupfélag Króksfjarðar verð til kúabænda og mánudaginn 13. júní taka ný verð gildi hjá Sláturhúsinu Hellu hf. og hjá Borgarnes kjötvörum. Auk verðhækkana á ákveðnum flokkum hefur Sláturhúsið Hellu hf.

breytt þyngdarmörkum innan UNI flokksins, sem og breytt greiðslukjörum enn frekar.

 

Eftir breytingarnar mun Sláturhúsið Hellu hf. greiða hæstu verð í 20 flokkum, SS í 13 flokkum, KS í 3 flokkum og Borgarnes Kjötvörur, Sölufélag A-Hún. og Kaupfélag Króksfjarðar í 1 flokki hvert.

 

Athygli er vakin á því að í sumum tilfellum eru nokkrir sláturleyfishafar með sömu hæstu verð. Þá er í upptalningunni ekki tekið tillit til hæstu verða í sk. UNI úrval holdanaut, þar sem sá flokkur er ekki formlega til samkv. gildandi reglugerð.

 

Smelltu hér til þess að skoða nýjustu útgáfu af verðskrá sláturleyfishafa


Hvar er besta verðið?

Landssamband kúabænda hefur tekið saman verðdæmi um kúabónda sem ætlar að senda frá sér fimm gripi í sláturhús og er miðað við eftirfarnadi forsendur:

  • Hann áætlar að tvö naut flokkist sem UNI A
  • Hann áætlar að eitt naut flokkist sem UNI M+
  • Hann áætlar að ein kvíga fari í KIU A
  • Hann áætlar að ein kýr fari í KI A.
  • Hann áætlar að fallþungi þessara gripa verði sá sami og meðalfallþungi gripa í þessum flokkum var í síðasta uppgjöri Landssambands kúabænda.
  • Gripina sendir hann í sláturhús á föstudegi, sem jafnframt er fyrsti virki dagur mánaðarins og hann tekur að sjálfsögðu tillit til þess hvort og þá hve mikið hann fái greitt fyrir tungur, innmat og húðir.
  • Verðmæti greiðslukjara miðar hann við 14,75% vexti (meðalvextir stýri- og dráttarvaxta Seðlabanka Íslands).
  • Miðað við verðskrá sláturleyfishafa 13. júní á vef LK fær viðkomandi bóndi eftirfarandi fyrir þessa sláturgripi:

Sláturfélag Suðurlands:        344.102,-

Sláturhúsið Hellu hf:                 343.954,-  (munur kr. -149,- þar af kr. 0,- v. gr.kjara)

Borgarnes kjötvörur:                341.521,-  (munur kr. -2.581,- þar af kr. -553,- v. gr.kjara)

Kaupfélag Skagfirðinga:            337.520,-  (munur kr. -6.582,- þar af kr. -546,- v. gr.kjara)

Norðlenska hf.:                         329.716,-  (munur kr. -14.386,- þar af kr. -935,- v. gr.kjara)

Sölufélag Austur-Húnvetninga:   327.010,-  (munur kr. -17.092,- þar af kr. -3.607,- v. gr.kjara)

Kaupfélag Króksfjarðar:             325.919,-  (munur kr. -18.183,- þar af kr. -1.455,- v. gr.kjara)

B.Jensen ehf.:                           322.523,-  (munur kr. -21.580,- þar af kr. -6.923,- v. gr.kjara)

Sláturfélag Vestur-Húnvetninga: 317.560,-  (munur kr. -26.542,- þar af kr. -7.487,- v. gr.kjara)

 

Þess má geta að ekki er tekið tillit til flutningskostnaðs né þess hvort dregið sé af innleggi bóndans í stofnsjóð og/eða hlutafjárkaup.