Miklar fjárfestingar í mjólkurframleiðslu Indlands
20.01.2012
Eitt af stærstu fyrirtækjunum í afurðavinnslu og framleiðslu mjólkur í Suður-Indlandi, Thirumala Dairy, hefur nú uppi áform um að byggja upp afar stórt kúabú og samhliða afurðastöð í suðurhluta landsins. Nánar tiltekið er um að ræða héraðið Andhra Pradesh en þar ráðgert að byggja upp búið. Nú þegar hefur verið keypt land undir verkefnið en áætlað er að alls verði um 20 þúsund kýr og buffalóar á búinu sem eingöngu muni framleiða lífræna mjólk.
Verkefnið hjá Thirumala er þegar hafið og er áætlað að öll afurðavinnsla verið tilbúin í árslok 2015. Fyrir rekur fyrirtækið sex önnur bú á sama svæði en þrátt fyrir stórar tölur er fyrirtækið þó ekki með nema 10% af heildarframleiðslu mjólkur í héraðinu/SS.