Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Miklar fjárfestingar í breskum mjólkuriðnaði

24.10.2011

Um þessar mundir er ýmislegt um að vera í breskum mjólkuriðnaði. Nú er t.d. Arla UK loksins komið með leyfi fyrir byggingu á stærstu mjólkurpökkunarstöð í heimi, sem mun vinna úr 1.000 milljón lítrum árlega og hefur áður verið greint frá hér á naut.is. Annað stórt afurðafélag, Milk Link, hefur nú sett stefnuna á að gera afurðastöð sína í Lockerbie í Skotlandi að stærstu afurðastöð landsins með því að breyta henni fyrir 20 milljónir punda eða fyrir nærri 3,7 milljarða íslenskra króna. Eftir breytinguna verður mesta áherslan lögð á ostaframleiðslu og mun framleiðslugetan fara í 37 þúsund tonn af osti á ári. Í kjölfarið er talið að mjólkurframleiðsla í suð-vestur Skotlandi muni aukast verulega, sem og í norðurhluta Englands.
 
Á sama tíma hafa svo þeir 1.400 kúabændur sem leggja inn mjólk hjá Arla UK ákveðið að fjárfesta í félaginu, en Arla UK er hlutafélag að stærstum hluta í eigu um 10 þúsund kúabænda sem eiga móðurfélagið Arla (sænskir, danskir og þýskir kúabændur). Í dag er eignarhlutur hinna bresku kúabænda 3,2% en með því að leggja inn 4 pens af hverjum innvegnum líter í 8-10 ár frá og með 1. janúar nk. Alls hafa bændurnir skuldbundið sig til þess að fjárfesta fyrir 70 milljón pund í Arla UK eða fyrir nærri 12,9 milljarða íslenskra króna á næsta áratug eða svo/SS.