Beint í efni

Mikilvægt að tryggja fóðuröryggi búa

10.10.2008

Bændasamtök Íslands vekja athygli á því við stjórnendur búa og aðila innan stjórnsýslu að gæta að fóðuröryggi fyrir búfé. Tæknilegir örðugleikar í bankakreppunni gætu leitt til þess að kjarnfóður berst ekki í tíma á þau bú sem eru mest háð aðkeyptu fóðri. Þó er ekkert sem bendir til annars en að birgðahald sé eðlilegt nú, en ástæða er til að huga að slíku í tíma.

Mikilvægt er að bændur, birgjar og stjórnvöld séu samstillt og meðvituð um þær leiðir sem má fara ef útlit er fyrir að skortur á fóðri geri vart við sig. Athygli búfjáreftirlitsmanna og allra sveitarfélaga landsins er vakin á því að fylgjast með. Innan BÍ er fylgst með stöðu mála í þessum efnum og geta menn haft samband við Ólaf R. Dýrmundsson ráðunaut og sérfræðing í forðagæslu og búfjárvernd í síma 563-0300 eða í netfangið ord@bondi.is til þess að fá nánari upplýsingar.