Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mikilvægi klaufhirðu

19.10.2019

Rina Oldager Miehs, nautgriparáðanautur í Danmörku skrifaði á dögunum grein í danska bændablaðið um klaufhirðu, hvernig best sé að haga umhirðu og koma í veg fyrir vandamál.

Rina segir að vandamál í klaufum hafi neikvæð áhrif á kýr, bæði ef horft er til velferðar þeirra og eins þegar kemur að nyt. Það sé auðvelt að tengja saman vandamál í klaufum við tap í rekstri s.s. vegna þess að nyt lækkar, kýrin selur ekki, kalla þarf á dýralæknir, klaufskurðarmann eða setja kúnna af alltof snemma. Þá geta afleidd vandamál af klaufavandamálum verið lúmsk, líkt og bólgur í liðum og veikara ónæmiskerfi, slíkt er erfitt að greina en hefur vissulega áhrif á gripinn og þar með búreksturinn.

Í Danmörku getur helti gripa kostað bóndann á bilinu 35-180þúsund krónur pr. grip, þar sést að það getur borgað sig að fyrirbyggja vandamál í klaufum eins og hægt er. Oft er nóg að passa upp á nánasta umhverfi, að umhirða og eftirlit með kúnum sé í lagi.

Litlir hlutir eins og bara það að gæta að uppsöfnun mykju á gólfi og gönguleiðum kúnna getur gert gæfumuninn, því þurrara gólf, því betra.

Stærð legubása getur einnig skipt máli, eins að þeir séu hreinir og þurrir því kýr liggja meirihlutann af sólahringnum. Þröngir legubásar geta búið til ákveðna spennu í gripunum, óþægilegir básar valda því að kýrnar liggja minna og skapar þrýsting á liði og klaufar. Spenna, stirðleiki og bólgur hafa síðan áhrif á framleiðslu hjá kúnum.

Þá er klaufskurður mikilvægur partur af umhirðu, séu klaufar klipptar reglulega hjálpar það til við að viðhalda klaufum eins og þær eiga að vera. Klaufskurður ætti að vera framkvæmdur af lærðum eða vönum einstakling, nokkrum sinnum yfir mjaltaskeiðið.

Það er auðvitað mismundandi hver þörfin er á klaufskurði milli búa, þannig getur gólfefni og annað undirlag sem kýrnar ganga á haft áhrif á þörfina ásamt almennu heilsufari hjarðarinnar. Í Danmörku er helst miðað við að hver kýr sé snyrt eftir 3.000lítra framleiðslu.

Rina leggur einnig til í lokin að kvígur séu klaufsnyrtar fyrir burð, þá sé gott að miða við ekki seinna en 2 mánuðum fyrir settan burðardag.

 

Á Íslandi er það algengast að menn fái klaufskurð 1x til 2x á ári.

Víða erlendis hafa rannsóknir sýnt fram á aukningu í nyt um nokkur prósent ef klaufhirða er góð. Einnig hefur verið sýnt fram á tengingu milli betri frjósemi og klaufsnyrtingar.

Önnur þekkt vandamál þar sem ekki er gætt að klaufhirðu geta verið: haltir gripir, stig á júgur og spena, spenna í vöðvum og liðum, að gripur liggi óvenju mikið eða át minnkar.

Í rannsókn sem við sögðum frá í fyrra kom fram að át minnkar lítilsháttar og nyt lækkar fyrst eftir klaufskurð en það tekur kýr aðeins um fjóra daga að ná fyrra framleiðslustigi eftir klaufsnyrtingu og slík umhirða kemur í veg fyrir verri kvilla sem hafa enn meiri áhrif á át, nyt og heilsufar.