Mikill verðmunur á afurðaverði til bænda eftir landsvæðum
07.06.2010
Verðlíkan LK hefur nú verið uppfært og þar kemur skýrt fram að í kjölfar brýnnar leiðréttingar nokkurra sláturleyfshafa á afurðaverði til bænda, þá munar verulega miklu á afurðaverði eftir landsvæðum. Sláturhúsið á Hellu greiðir hæsta verðið samkvæmt verðlíkaninu en
Sláturfélag Suðurlands greiðir næst hæsta verðið og munar þar 0,8%. Þessi tvö sunnlensku fyrirtæki greiða mun hærra verð fyrir nautgripaafurðirnar heldur en sláturhúsin á norðurhluta landsins.
Þannig er mesti munur, fyrir innlagðar afurðir, rúmlega 90 þúsund krónur. Bóndi sem leggur inn afurðir sínar hjá Norðlenska, sem greiðir lægsta verðið miðað við gildandi verðskrá, fær því 90 þúsund krónum minna fyrir sína nautgripi miðað við hvað honum stendur til boða ef hann sendir sína nautgripi í slátrun í sunnlensku sláturhúsunum.
Full ástæða er til að hvetja nautgripabændur til þess að kynna sér vel bæði afurðaverð og greiðslukjör sláturleyfishafa áður en nautgripir eru sendir til slátrunar.
Allar nánari upplýsingar og verðsamanburð má sjá með því að smella hér.