Beint í efni

Mikill munur á hagkvæmni framleiðslunnar

09.11.2016

Það er afar erfitt að bera saman afurðastöðvaverð á milli landa enda forsendur gríðarlega ólíkar. Margir hefðu þó haldið að bera mætti saman afurðastöðvaverð í Bandaríkjunum við afurðastöðvaverð í stærri mjólkurframleiðslulöndum Evrópu. Þegar það er gert kemur hins vegar í ljós að bandarísku kúabúin standa hinum evrópsku all nokkuð að baki. Þetta er sérlega eftirtektarvert þegar horft er til skilvirkni framleiðslunnar en þar standa hinir bandarísku mörgum af sínum evrópsku kollegum sínum langt að baki.

 

Það er líklega ekki sanngjarnt að miða við dönsk kúabú, enda eru þau leiðandi í heiminum í dag þegar horft er til skilvirkni í framleiðslu en sé t.d. miðað við hollenskar framleiðsluaðstæður kemur einnig sama niðurstaða í ljós og skila mörg evrópsk kúabú hagnaði við sama afurðastöðvaverð og þau bandarísku tapa fjármunum. Skýringuna er etv. ekki auðvelt að benda á, sér í lagi þar sem alþekkt er að bandarísk kúabú nota mörg hver hormóna til þess að auka framleiðslu kúnna. Munurinn gæti þó einmitt falist í því viðhorfi til framleiðslunnar, þ.e. að nota lyf og allskonar hjálparefni til þess að stytta sér sporin við framleiðsluna enda kosta þau skildinginn/SS