Beint í efni

Mikill breytileiki í stærð breskra kúabúa

01.12.2010

Fjölmiðlar í Englandi hafa verið uppteknir af því að fjalla um áform um byggingu stórra kúabúa þar í landi og sýnist sitt hverjum. Þegar litið er á tölur frá árinu 2009 yfir bústærðir kemur hinsvegar í ljós að fjöldi búa með fleiri en 750 kýr eru ekki nema 12 í öllu landinu, en árið 2008 voru þetta 10 bú og 14 árið 2007. Á þessum 12 búum voru árið 2009 voru 11.757 kýr sem er 1% af heildar fjölda kúa í landinu, en meðalfjöldi

á hverju búi er þó verulegur eða um 980 kýr.

 

Sé litið til Stóra-Bretlands þá liggja ekki fyrir upplýsingar um fjölda búa með fleiri en 750 kýr. Hinsvegar er í Stóra-Bretlandi skráð hve mörg bú eru með fleiri en 300 kýr og þau eru 618 sem nemur um 3,8% allra kúabúanna. Þessi bú eru skráð fyrir um 14% allra kúa Stóra-Bretlands eða 259.550 kúa af alls 1,9 milljón skráðum kúm.