Beint í efni

Mikil verðlækkun á greiðslumarki mjólkur

19.01.2009

Samkvæmt meðalverði á síðustu 500.000 lítrum á greiðslumarki mjólkur sem skipt hafa um eigendur, hefur orðið um 50 kr/ltr. lækkun frá 1. desember 2008.  Þann 1. janúar sl. var meðalverðið þannig komið niður í 238,24 kr. en það hefur lækkað jafnt og þétt allt verðlagsárið. Þá hefur sala á greiðslumarki hefur verið með minnsta móti það sem af er verðlagsárs, eða sem nemur 1.078.020 ltr., og mun minni en á undanförnum árum.

Frekari upplýsingar um þróun á verði greiðslumarks mjólkur – á milli mánaða og á síðustu árum – er að finna hér.