Mikil umsvif á kornmarkaðinum í Chicago
03.08.2012
Hinir miklu þurrkar í Bandaríkjunum hafa valdið því að aðilar á innkaupamarkaði korns hafa keypt upp stóra lagera af korni. Það er óttinn við skort í haust sem rekur kaupmennina áfram og í júlí var slegið met í svo kölluðum framvirkum sölusamningum á sojabaunum og sojadufti. Það þýðir að búið er að binda hið háa verð langt fram í tímann.
Alls nam aukningin í sölusamningum á korni heilum 46% í júlí á hinum fræga Chicago markaði og eru því miður margir farnir að spá háu verði aðfanga langt fram á næsta ár/SS.