Beint í efni

Mikil tækifæri í Angóla

11.09.2012

Nestlé hefur nú hleypt af stokkunum nýju verkefni í Angóla, en þar stendur til að byggja afurðastöð og er ætlaður kostnaður við verkefnið rétt rúmlega 2 milljarðar. Afurðastöðin verður sett upp í úthverfi Luanda, höfuðborgar Angóla, og er ætlun Nestlé að vinna í afurðastöðinni mjólkurdufts-vörur.

 

Nestlé er sagt hafa valið Angóla fyrir þessa fjárfestingu vegna þess að ekkert annað land í Afríku er með jafn ört vaxandi hagkerfi og samhliða hefur eðlilega kaupgeta íbúa landsins vaxið.

 

Til fróðleiks má geta þess að Angóla er 1.247 þúsund ferkílómetrar og er um 46% landsins metið sem nýtanlegt til ræktunar, en mestur hluti landsins er einungis nýttur til beitar eða um 94% af hinu tiltæka landbúnaðarlandi. Í Angóla eru því sjáanlega mikil tækifæri í landbúnaði.

 

Nú þegar er hlutfall nautgriparæktar afar hátt, en í Angóla eru um 5 milljónir nautgripa sem svarar til þess að þar eru um helmingi fleiri nautgripir pr. íbúa en á Íslandi. Þrátt fyrir mikinn fjölda nautgripa, þá er mjólkurframleiðslan enn frekar lítil eða um 200 milljónir lítra á ári og því ljóst að nautakjötsframleiðslan hefur verið kjarni nautgriparæktarinnar í Angóla fram til þessa/SS.