Mikil söluaukning á nautakjöti í september
22.10.2010
Sala á nautakjöti sl. 12 mánuði var afar góð og hefur nú verið jákvæð þróun á sölu nautakjöts í langan tíma. Í ágúst varð nokkur samdráttur í framleiðslu miðað við árið á undan en í september tók framleiðslan á ný vel við sér og varð aukningin frá því í september í fyrra heil 15,3%. Salan í september var einnig afar góð og nam aukningin 15,3% einnig en allar aðrar kjöttegundir á markaðinum gáfu eftir í september. Vegna hinnar góðu sölu mælist ársvöxturinn í sölunni 3,8% á 12 mánaða grunni en ef horft er til heildarsölu allra kjöttegunda varð samdráttur á sama tíma um 2,0%. Alífuglakjöt heldur áfram að seljast í mestu magni hér á landi, auk þess sem sú kjöttegund er með mesta söluaukningu á 12 mánaða grunni eða 4,3%.
Í september var framboð
á kúm og kvígum 21,2% meira en á sama tíma í fyrra auk þess sem framboð ungnauta jókst um 7,2% en saman skýra þessir þættir framleiðsluaukninguna á milli samanburðarmánaða.
Ef horft er til nánari sundurliðunar talna um nautakjötið má sjá að af heildarsölunni síðustu 12 mánuði, upp á 3.856 tonn, þá er hlutfall ungnauta 56,5% heildarmagnsins.
Nánar má lesa um framleiðslu og sölu á kjöti á vef Bændasamtaka Íslands með því að smella hér.