Beint í efni

Mikil samkeppni í slátrun nautgripa

09.02.2011

SAH Afurðir ehf. hefur nú hækkað verðskrá sína fyrir nautgripi og eftir breytinguna greiðir félagið hæsta verð í 21 flokki. KS og SKVH greiða hæsta verð í 23 flokkum en einungis munar á verðum fyrir UN I Ú M og M+ á milli þessara þriggja aðila með verð fyrir eldri gripi. SAH Afurðir ehf. greiðir hinsvegar mun betra verð fyrir smákálfa en fyrrnefnd sláturhús. Rétt er að vekja athygli bænda á all verulegum mun á afurðaverði á milli sláturhúsa sem hægt er að skoða hér á naut.is undir flipanum Markaðsmál og þar undir „Gildandi verð sláturleyfishafa“ – eða með því að smella hér!

Verðlíkan LK verður uppfært í dag með nýjum upplýsingum SAH Afurða ehf.