Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mikil nautakjötssala í ágúst!

19.09.2011

Bændasamtökin hafa nú tekið saman nýjar framleiðslu- og sölutölur fyrir ágúst. Í samantektinni kemur fram að sala á nautakjöti var 20,6% meiri en hún var á sama tíma í fyrra og að ársfjórðungssalan hafi verið 0,3% minni. Þessi mikla söluaukning í ágúst hefur jafnframt leitt til þess að árssalan, þ.e. salan sl. 12 mánuði, er nú 0,5% meiri en 12 mánuðina þar á undan.
 
Heildarframleiðsla nautgripakjöts sl. 12 mánuði var 3.799 tonn af 26.870 tonna framleiðslu kjöts í það heila og er hlutdeild nautakjötsins því 14,1% í framleiðslunni. Alls nam sala nautgripakjöts í mánuðinum 345 tonnum og sl. 12 mánuði var salan 3.827 tonn. Sé horft til sundurliðunar á sölu nautgripakjöts í mánuðinum var sem fyrr mest sala í ungnautakjöti eða 194 tonn og á 12 mánaða grunni nemur ungnautakjötssalan 2.176 tonnum eða 56,8% af heildarsölunni. Sala á kýrkjöti á ársgrunni nam 1.360 tonnum eða sem nemur 35,8% af heildarsölunni.
 
Sé litið til annarra kjöttegunda kemur í ljós að heildarsalan hefur dregist saman sl. 12 mánuði um 3,9% og sýnir einungis nautgripakjöt söluaukningu frá fyrra ári. Mest er salan á alífuglakjöti á landsvísu eða 6.926 tonn (29,8%) og þar á eftir kemur svínakjöt með 6.008 tonn eða 25,8% markaðshlutdeild. Er þetta í fyrsta skipti í tvö ár sem svínakjötssala fer upp fyrir kindakjötið. Þess ber að geta að litlu munar á þessum kjöttegundum enda situr kindakjöt í þriðja sæti með sölu upp á 5.944 tonn (25,6% markaðshlutdeild)/SS.