Mikil hækkun vísitölu á þessu ári
12.05.2004
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2% sl. 12 mánuði. Breyting á vísitölu neysluverðs á þessu ári er hinsvegar mun meiri, og nemur hækkun síðustu þriggja mánaða 8,1% verðbólgu. Þar sem skuldir eru alla jafnan bundnar við vísitölu, er ljóst að þessar breytingar munu hafa töluverð áhrif á rekstur kúabúa og samhliða hækkunum á aðföngum liggur fyrir að áhrifin eru veruleg.
Nánari upplýsingar á vef Hagstofunnar: www.hagstofa.is