Beint í efni

Mikil framleiðsluaukning í Tyrklandi

27.04.2012

Síðasta ár reyndist afar farsælt í tyrkneskri mjólkurframleiðslu. Heildarframleiðslan þar í landi nam alls 7 milljörðum lítra mjólkur, sem er aukning frá fyrra ári um 4,9%. Útlit er fyrir að í ár verði áþekk framleiðsluaukning í Tyrklandi en árið byrjar afar vel. Þannig var t.d. framleiðslan í janúar í ár 13% meiri en fyrir tveimur árum svo dæmi sé tekið.

 

Ástæða þess að svo vel gengur, er gott gengi á drykkjarmjólk og drykkjarjógúrti. Söluaukningin á síðasta ári í drykkjarjógúrti nam heilum 15% og 6,8% í drykkjarmjólk. Þá hefur jafnframt gengið afar vel með sölu á osti en söluaukning osts nam 9,9% árið 2011/SS.