Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mikil framleiðsluaukning í Tyrklandi

27.04.2012

Síðasta ár reyndist afar farsælt í tyrkneskri mjólkurframleiðslu. Heildarframleiðslan þar í landi nam alls 7 milljörðum lítra mjólkur, sem er aukning frá fyrra ári um 4,9%. Útlit er fyrir að í ár verði áþekk framleiðsluaukning í Tyrklandi en árið byrjar afar vel. Þannig var t.d. framleiðslan í janúar í ár 13% meiri en fyrir tveimur árum svo dæmi sé tekið.

 

Ástæða þess að svo vel gengur, er gott gengi á drykkjarmjólk og drykkjarjógúrti. Söluaukningin á síðasta ári í drykkjarjógúrti nam heilum 15% og 6,8% í drykkjarmjólk. Þá hefur jafnframt gengið afar vel með sölu á osti en söluaukning osts nam 9,9% árið 2011/SS.