Beint í efni

Mikil aukning í sölu osta á síðasta ári

07.03.2005

Á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar, sem haldinn var sl. föstudag, kom fram að sala gekk mjög vel á síðasta ári. Aukning varð í sölu helstu ostaflokka, þó athygliverðust væri aukningin í sölu á 26% feitum Gouda ostum, eða um 2,8% á milli ára. Með tilkomu nýrrar sneiðapökkunarvélar á miðju síðasta ári sköpuðust jafnframt ný sóknarfæri í sölu slíkra osta og rúmlega tvöfaldaðist sala á sneiddum ostum.

Helstu lykilstærðir úr rekstri:

 

Sölulaun og aðrar tekjur: 699 milljónir

Rekstrargjöld: 672 milljónir

Hagnaður (fyrir endurgreiðslur) að teknu tilliti til fjármunatekna: 94 milljónir

 

Endurgreiðslur söluhagnaðar til samlaga: 49 milljónir

Endurgreidd sölulaun til samlaga: 45 milljónir