Á vef Samtaka iðnaðarins er greint frá nýrri skoðanakönnun Capacent um vilja landsmanna til þess að ganga í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum hennar eru 61,5% aðspurðra sem segja líklegt að þeir myndu sennilega eða örugglega greiða atkvæði gegn aðild en 38,5% sennilegt eða öruggt að þeir myndu greiða atkvæði með aðild. Þeir sem segjast andvígir aðild eru um 50% en 33% segjast henni hlynnt. Alls 17% segjast hvorki vera hlynnt né andvíg aðild að sambandinu.
Könnunin var gerð af Capacent Gallup dagana 25. ágúst til 10. september 2009. Svarhlutfall var 52,3% af handahófsvöldu úrtaki úr þjóðskrá og var úrtakið 1.649 manns.
Könnunina má sjá á vef SI með því að smella hér.