Beint í efni

Mikið um heimsóknir kúabænda til Nautastöðvarinnar

12.03.2005

Í vetur hafa margir hópar kúabænda komið í heimsókn á Hvanneyri til að kynna sér starfsemi hinna ýmsu stofnana sem þar eru. Nokkuð misjafnt er eftir hópum hvernig dagskrá heimsóknanna er, en allir hóparnir hafa þó heimsótt hið nýja Kennslu- og rannsóknarfjós Landbúnaðarháskólans sem og heimsótt Nautastöð BÍ. Heimsóknir þangað vekja ávalt

áhuga gesta, enda þótt flestir þekki vel til starfseminnar og hvaða störf fara fram innan veggja stöðvarinnar, hafa fæstir séð sæðistöku nauta í verki.