
Mikið svigrúm til úrbóta og aukinna sátta um fjallskil
24.03.2009
Í kjölfar Búnaðarþings árið 2008 var skipaður starfshópur sem hafði það hlutverk að skoða stjórnvaldsfyrirmæli um fjallskil, dóma og annað sem varðar framkvæmd fjallskila. Hópnum var falið að skilgreina helstu vandamál sem tengjast lögum um afréttarmálefni og fjallskil og framkvæmd þeirra laga. Það voru þeir Sigurður Eyþórsson frá LS, Valtýr Valtýsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Kristjánsson stjórnarmaður í BÍ sem tilnefndir voru í starfshópinn. Hópurinn skilaði skýrslu um miðbik febrúar sl. og var fjallað um hana á síðasta Búnaðarþingi. Þar var ákveðið að kynna skýrsluna sveitarfélögum og héraðsnefndum sem fara með yfirstjórn fjallskila. Í skýrslunni er að finna ýmsar tillögur um það hvernig færa megi fjallskil til betri vegar með breyttum samþykktum og vinnubrögðum um fjallskil innan núverandi lagaramma.
Telur nefndin að mikið svigrúm sé til úrbóta og aukinna sátta um fjallskil innan núgildandi laga.
Skýrsluna í heild sinni má lesa með því að smella hér (pdf).