Miðapantanir á árshátíð LK 28. mars
07.03.2009
Sem kunnugt er verður árshátíð Landssambands kúabænda haldin á Hótel Sögu laugardagskvöldið 28. mars n.k. Miðapantanir á árshátíðina skal gera í síma 563 0300, herbergjapantanir eru gerðar í síma 525 9900.
Miðaverð hefur ekki endanlega verið ákveðið, en 6.900 kr er líklega nálægt lagi. Ástæða talsverðrar hækkunar milli ára er sú, að í ár var tekin ákvörðun um að fara ekki í fjársöfnun hjá fyrirtækjum í ljósi ástands efnahagsmála. Árshátíðarsjóður LK stendur hins vegar vel og mun hann bera drjúgan hluta af kostnaði við árshátíðina.