Beint í efni

Mexíkó flytur meira inn frá Evrópu

11.05.2017

Í kjölfar þess að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna hefur Mexíkó, vegna erfiðleika í samskiptum við Bandaríkin eftir forsetakosningarnar, nú snúið sér í auknum mæli til annarra landa með viðskipti sín. Þetta hefur m.a. gert það að verkum að útflutningur á vörum frá Evrópu til Mexíkó hefur þegar aukist verulega frá því í fyrra.

Þannig hefur t.a.m. verið flutt mun meira af undanrennudufti til Mexíkó frá helstu útflutningslöndum Evrópu. Sem dæmi um þetta má nefna að fyrstu tvo mánuði ársins nam útflutningurinn á undanrennudufti frá Evrópusambandinu 3.998 tonnum, sem er tvöföldun frá sama tímabili árið 2016 og 48% meira en í janúar og febrúar árið 2015/SS.