Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Metnaðarfull útrýmingaráætlun í Nýja-Sjálandi

12.08.2016

Kúabændur í Nýja-Sjálandi hafa um langt skeið óskað eftir því að ríkisstjórnin taki á þeim vanda sem hefur skapast af mikilli og örri útbreiðslu á allskonar meindýrum eins og rottum, pokarottum, kanínum og sambærilegum dýrum sem geta hæglega borið með sér margskonar sjúkdóma m.a. berklaveiki. Nú hefur svo verið tekin afar metnaðarfull ákvörðun af nýsjálensku ríkisstjórninni en markmiðið er að Nýja-Sjáland verði laust við öll helstu meindýr árið 2050.

 

Þessari nýju stefnu hefur Fonterra, samvinnufélag þarlendra kúabænda, fagnað sérstaklega enda byggir þarlend mjólkurframleiðsla á beit og því mikilvægt að vita til þess að ekki sé hætta á því að alvarlegir sjúkdómar eins og nautgripaberklar geti komið upp. Ennfremur kosta bændur og afurðastöðvar miklu til, til þess að halda meindýrum frá bæði búum og vinnslustöðvum og takist að útrýma þessum dýrum myndi það lækka kostnað við mjólkurframleiðsluna segir í tilkynningu frá Fonterra/SS.