Beint í efni

Metár í uppskeru korns hérlendis

07.11.2003

Á aðalfundi Landssambands kornbænda, sem nú stendur yfir, kom fram í yfirliti Jónatans Hermannsonar kornrannsóknarmanns á RALA, að nýliðið sumar hefði skilað meira korni til þroska en nokkurt annað í sögu kornræktar hérlendis. Ef litið er til korntilrauna sl. 8 ára, er meðaluppskera sex bestu kornyrkja 4,3 tonn af þurrefni á hektara – en í ár varð meðaluppskeran 5,4 tonn.