Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Metár í kjötsölu

28.01.2009

Árið 2008 var metár í kjötsölu, bæði í heildarmagni og sölu á íbúa. Alls seldust 25.833 tonn af kjöti eða 81,5 kg á íbúa, 2 kg meiri en árið 2007. Sala á kindakjöti var 7.481 tonn, 7,8% meiri en 2007 og sú mesta síðan 1993 en þá var kindakjötssala 8.088 tonn. Kindakjöt er aftur orðið vinsælasta kjötið og metsala var á svínakjöti, 6.667 tonn, 9,5% meiri en árið 2007. Sala nautakjöts var 3.613 tonn, 1,4% aukning frá fyrra og 677 tonn seldust af hrossakjöti. Sala alifuglakjöts var 7.395 tonn, 0,8% samdráttur frá fyrra ári en þá var meiri sala en nokkru sinni áður á alifuglakjöti.

Þá var framleiðsla kjöts 2,8% meiri en árið 2007, eða alls 27.585 tonn.

Nánari upplýsingar um framleiðslu og sölu kjöts á árinu 2008 má finna hér.