
Metár í kjötsölu
28.01.2009
Árið 2008 var metár í kjötsölu, bæði í heildarmagni og sölu á íbúa. Alls seldust 25.833 tonn af kjöti eða 81,5 kg á íbúa, 2 kg meiri en árið 2007. Sala á kindakjöti var 7.481 tonn, 7,8% meiri en 2007 og sú mesta síðan 1993 en þá var kindakjötssala 8.088 tonn. Kindakjöt er aftur orðið vinsælasta kjötið og metsala var á svínakjöti, 6.667 tonn, 9,5% meiri en árið 2007. Sala nautakjöts var 3.613 tonn, 1,4% aukning frá fyrra og 677 tonn seldust af hrossakjöti. Sala alifuglakjöts var 7.395 tonn, 0,8% samdráttur frá fyrra ári en þá var meiri sala en nokkru sinni áður á alifuglakjöti.
Þá var framleiðsla kjöts 2,8% meiri en árið 2007, eða alls 27.585 tonn.
Nánari upplýsingar um framleiðslu og sölu kjöts á árinu 2008 má finna hér.