Beint í efni

Metanskattur á danskar kýr

12.02.2009

Nýlega lauk heildarendurskoðun á danska skattkerfinu. Að því starfi kom nefnd allra flokka. Ein af megin niðurstöðum nefndarinnar er að stefna beri að lækkun tekjuskatts, en tekjuskattur er óvíða hærri en í Danmörku. Til að bæta upp tekjutap ríkisins af þessum völdum eru það tillögur nefnarinnar að lögð verði ýmis konar gjöld á atvinnustarfsemi. Ein af tillögum nefndarinnar er að losun metans verði skattlögð.

Þannig verði 600 DKK metanskattur lagður á hverja kú og 5 DKK skattur á hvert slátursvín. Fyrir meðalkúabú (131,6 kýr skv. skýrsluhaldi) myndi þetta þýða skattheimtu upp á rúma 1,5 milljónir. Að vonum eru kollegar vorir þar í landi ákaflega óhressir með tillöguna. Þeir benda á að verði hún að veruleika muni nautgriparæktin verða flæmd til annarra landa sem ekki gera slíkar kröfur. Metanlosun minnki nákvæmlega ekkert við það. Skynsamlegra sé að nýta metanið til orkuframleiðslu, sem er auðvelt með nútíma tækni.