Met innvigtun hjá FrieslandCampina
07.03.2016
Hollenska afurðafélagið FrieslandCampina hefur nú birt ársuppgjörið fyrir 2015 en árið reyndist félaginu frekar erfitt en félagið var þó rekið með hagnaði. Alls lækkaði afurðastöðvaverðið, að teknu tilliti til eftirágreiðslu og bónusa, um 17,4% miðað við árið 2014. Þannig var meðal-afurðastöðvaverðið á árinu hjá FrieslandCampina 37,23 evrusent á hvert kg. innveginnar mjólkur eða um 52,5 íkr/kg.
Árið 2015 var annars einstakt í sögu fyrirtækisins en alls jókst innvigtun mjólkurinnar á árinu um 3,3% miðað við árið 2014 og það þrátt fyrir að félagið hafi losað sig við kaup á mjólk frá bændum sem ekki eru félagsmenn í félaginu. Heildarinnvigtun FrieslandCampina árið 2015 endaði í rétt rúmlega 10 milljörðum kílóa mjólkur/SS.