
Met innvigtun mjólkur árið 2017
06.01.2018
Í gær kom heildaruppgjör ársins 2017 frá Auðhumlu og var niðurstaðan líkt og búist hafði verið við, þ.e. að það yrði sett met í innvigtun mjólkur. Alls nam innvigtunin 151.116.825 lítrum sem er 794.344 lítrum meira en lagt var inn árið 2016 eða sem svarar 0,5%. Það sem einkenndi þetta nýliðna framleiðsluár var hve ólík framleiðslan var frá árinu 2016 og sveiflukennd eins og hér má lesa um: Árið byrjaði með því að vera á pari við framleiðsluna 2016 en í febrúar féll framleiðslan um rúmlega 1 milljón lítra frá 2016. Í mars og apríl var einnig minni innvigtun árið 2017 en árið 2016, en svo snérist dæmið við og næstu þrjá mánuði var innvigtunin meiri en árið 2016. Ágúst svo allt í einu með minni innvigtun en árið 2016, en allir fjórir síðustu mánuðir ársins voru svo með meiri innvigtun.
Líkt og verið hefur þá var mest vigtað inn af mjólk á Suðurlandi en þar kom nærri þriðjungur allrar mjólkurframleiðslu landsins/SS.