Beint í efni

Met hagnaður Arla

23.02.2013

Árið 2012 verður líklega ekki lengi í minnum haft hjá evrópskum kúabændum fyrir hátt afurðastöðvaverð en þó hjálpar aðeins upp á hjá hinum 12.300 eigendum Arla að félagið skilaði met hagnaði. Alls var hagnaður félagsins 43,7 milljarðar íkr. eða um 3,5 milljónir á hvern félagsmann. Þessi góði hagnaður skilar sé svo að sjálfsögðu að mestu út til bændanna og því fá þeir nú um mánaðarmótin aukagreiðslu á hvern innveginn líter sem nemur 15,5 dönskum aurum sem svarar til 3,6 íkr. á lítrann.

 

Heildarinnvigtun Arla frá þessum 12.300 kúabúum nam alls 7,5 milljörðum lítra og er meðalbúið því með um 612 þúsund lítra framleiðslu. Greiðslurnar til hvers bús nema því að jafnaði um 2,2 milljónum króna. Þess má geta að Arla kaupir einnig mjólk frá bændum sem ekki eru félagsmenn og nam innvigtun félagsins frá búum utan félagsins um 4 milljörðum lítra/SS.