
Mesta magn mjólkur síðan 1985
06.01.2005
Samkvæmt bráðabirgðatölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði nam innvigtun mjólkur í desember 9,248 milljónum lítra en var 9,086 milljónir lítra í desember 2003. Nemur aukningin 1,8% á milli ára en ef litið er til fjölda framleiðsludaga þá var aukningin um 5% milli ára.
Á árinu 2004 skiluðu kúabændur landsins um 112 milljón lítrum
mjólkur til afurðastöð’vanna, en ekki hefur verið framleitt eins mikið magn mjólkur hérlendis síðan árið 1985, en þá nam innvigtun í afurðastöðvar landsins um 116 milljónum lítra.
Innvigtun mjólkur á síðasta ári var um 3,6 milljónum lítrum meiri en á árinu 2003 sem er aukning um 3,4% milli ára.
Það sem af er verðlagsárinu hefur innvigtunin verið 34,8 milljónir lítra sem er um 2,3 milljónum lítrum meira en á verðlagsárinu á undan sem er aukning um 7%.