Beint í efni

Mengniu opinber styrkaraðili HM í fótbolta!

16.01.2018

Mengniu, næst stærsta afurðafélag Kína, hefur tilkynnt að það verður einn af aðal styrkaraðilum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi í sumar. Styrktarsamningurinn hljóðar m.a. upp á að Mengniu sér um að skaffa öllum landsliðunum bæði drykkjarjógúrti eftir þörfum og sérstaklega pökkuðum ís. Þá sér félagið um að alla drykkjarmjólk og mjólkurduft sem verður til boða á HM.

Að afurðafélag í mjólkuriðnaði sé aðal styrkaraðili á HM er afar óvenjulegt, enda oftar en ekki alþjóðleg fyrirtæki s.s. McDonalds, gosdrykkjar- eða bjórframleiðendur og sambærilegir aðilar sem eru aðal styrkaraðilar. Það verða reyndar fleiri aðal styrkaraðilar að HM svo ekki er ólíklegt að einhver óhollusta læðist inn á milli mjólkurvaranna en vissulega áhugaverð og góð tíðindi að fyrirtæki í mjólkuriðnaði sé aðal styrkaraðili að HM í knattspyrnu en þetta mun vera í fyrsta skipti sem svo er/SS.