Beint í efni

Meiri sala nautgripakjöts síðustu 12 mánuði

22.05.2002

Sala á nautgripakjöti jókst um 1,9% síðustu 12 mánuði og nam salan alls 3.544 tonnum, miðað við 3.477 t. sama tímabil árið áður.

 

Þrátt fyrir aukna sölu, er ljóst að veruleg fækkun kúa síðustu ár er farin að hafa áhrif á nautgripakjötsmarkaðinn, en síðustu 12 mánuði var slátrað rúmlega 1.000 gripum færra en sömu mánuði árið áður. Þrátt fyrir þennan mikla mun, er framleiðsluaukning á kjöti sem skýrist fyrst og fremst af auknum fallþunga.

 

Birgðir af nautgripakjöti eru nokkuð meiri nú en fyrir ári, eða 99 tonn á móti 78 tonnum, en sem hlutfall af sölu er þetta birgðamagn óverulegt (2,8%).

 

Athygli vekur að heimtaka á kjöti hefur dregist verulega saman síðustu 12 mánuði og nam heimtakan einungis 3,3% af sölu m.v. 4,7% sömu mánuði árið áður.

 

Nánari upplýsingar um framleiðslu og sölu sl. 12 mánuði má finna hér.