Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Meðhöndla júgurbólgu með D-vítamíni

09.07.2012

Bandarískir vísindamenn á vegum USDA hafa á undanförnum misserum unnið að rannsókn á áhrifum D-vítamíngjafar á tíðni og útbreiðslu júgurbólgu, en miklum tíma vísindamanna er varið til júgurbólgurannsókna enda er kostnaður þarlendra bænda vegna júgurbólgutilfella talinn nema 2 milljörðum bandaríkjadollara árlega (u.þ.b. 250 milljarðar íkr). Vísindamenn við ARS (Agricultural Research Service) í Ames í Iowafylki hafa nú komist að því að mögulega er hægt að nota D-vítamín í staðinn fyrir hefðbundin lyf gegn júgurbólgu.

 
Það var sameindalíffræðingurinn John Lippolis (á meðfylgjandi mynd) sem uppgötvaði virkni D-vítamínsins en um gríðarlega þýðingarmikla uppgötvun er að ræða. Tíminn á þó eftir að leiða í ljós hve handhægt það er að nýta D-vítamínið í þessum tilgangi. John notaði náttúrulegt form af D-vítamíni (prehormone 25-hydroxyvitamin D) til þess að takast á við hefðbundna Streptókokka Úberis sýkingu með all góðum árangri.

 

Framangreint form vítamínsins er til staðar í blóði mjólkurkúa en í afar litlu magni í mjólk. Kýrnar voru sprautaðar, í gegnum spena, með þessu D-vítamíni beint í viðkomandi sýkta júgurhluta og svo var lagt mat á árangur meðferðarinnar í kjölfarið s.s. með frumutölutalningu, mjólkurframleiðslu og fleiri sjúkdómseinkennum Úberis sýkinga.  Niðurstöðurnar sýndu marktækan mun á milli kúa sem fengu D-vítamín meðhöndlun og þeirra kúa sem ekki voru meðhöndlaðar/SS.