Meðalverð greiðslumarks 313 kr/l
28.04.2006
Samkvæmt upplýsingum frá BÍ er verð á greiðslumarki með gildistöku 1. maí, um 313 kr fyrir líterinn. Þetta er meðalverð á síðustu 500.000 lítum sem skipt hafa um eigendur. Þróun verðs á greiðslumarki hefur verið niður á við að undanförnu, verðið náði hámarki í fyrrasumar, yfir 400 kr. pr. l. Um siðustu verðlagsáramót var það 380 kr og hefur verið lækkandi síðan.
Nánari upplýsingar um verð og verðþróun á greiðslumarki í mjólk má fá með því að smella hér.