Beint í efni

Meðaluppskera á korni hjá Evrópusambandslöndunum í ár

13.08.2010

Þrátt fyrir erfið vaxtarskilyrði plantna víða í Evrópu vegna úrkomuleysis og hita telja sérfræðingar hjá Evrópusambandinu að uppskera landanna verði áþekk uppskeru síðasta árs. Þar sem víða liggja fyrir uppskerutölur nú þegar, hefur komið í ljós að meðaltalsuppskeran er um 5% meiri nú en meðaltal síðustu 5 ára. Þrátt fyrir meiri uppskeru verður heildarframleiðslan svipuð í ár og árið 2009 þar sem færri hektarar eru í ræktun. Þessar upplýsingar eru vissulega jákvæðar fyrir markaðinn, enda ekki á bætandi að fá slæm tíðindi úr þessum ranni ofan í upplýsingar um

uppskerubresti með hveiti víða um heim.

 

Meðal uppskera á fullþurru korni (hveiti, bygg, maís, hafar og rúgur) í Evrópusambandinu síðustu árin er 5,1 tonn/hektara.