Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Meðalnytin lækkar og kúm fækkar í Svíþjóð

02.10.2010

Meðalnytin í Svíþjóð er nú á leið niður eftir að hafa stigið hraustlega á undanförnum árum. Ársuppgjör skýrsluhaldsins liggur nú fyrir og er meðalnytin 9.468 kíló/árskú og lækkar meðalnytin um 18 kíló frá fyrra ári. Þá hefur kúm í Svíþjóð jafnframt fækkað um 3,3% eða um 9.531 kú sem hangir saman við þá staðreynd að kúabúum er að fækka en alls hurfu úr framleiðslu 320 kúabú á síðasta ári og voru í ársbyrjun komin niður í 4.302. Þrátt fyrir fækkun kúa á landsgrunni hafa kúabúin stækkað aðeins frá fyrra ári en

 

meðalstærð kúabúa í Svíþjóð nú eru 64,1 kýr, sem er aukning um 2,4 kýr frá fyrra ári.

 

Meðalafurðir ólíkra kúakynja eru nokkuð breytilegar en Holstein kýrnar hafa þar mikla yfirburði með meðalnyt upp á 9.782 kíló af orkuleiðréttri mjólk, sem er aukning um 14 kíló frá fyrra ári. SRB (rauðar sænskar) koma næst á eftir með 9.201 kíló af orkuleiðréttri mjólk en í þeim stofni varð veruleg afurðaminnkun eða heil 63 kíló. Jersey kýrnar koma næstar þar á eftir með 8.508 kíló af orkuleiðréttri mjólk en SKB kýrnar (sænska fjallakynið) rekur lestina með 5.800 kíló af orkuleiðréttri mjólk.