Beint í efni

Meðalfallþungi aldrei meiri í Ástralíu

04.06.2012

Uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung nautakjötsframleiðslunnar í Ástralíu liggur nú fyrir en alls nam framleiðsla landsins 213.754 tonnum af nautakjöti (fallþungi) fyrstu þrjá mánuði ársins. Framleiðslan er heldur meiri en undanfarin ár en athygli vekur sú staðreynd að meðalfallþungi hefur aldrei mælst meiri en einmitt nú. Meðalfallþungi allra falla var 289 kg.

 

Skýringin á þessum mikla fallþunga er talin felast í bæði öflugu kynbótastarfi og heppilegu veðurfari til kjötframleiðslu. Þá sýna tölurnar einnig að meðalaldur gripanna er heldur lægri en áður, sem bendir til enn meiri vaxtargetu en verið hefur/SS.