Beint í efni

Meðalbúið í ESB með 20% skuldahlutfall 2009

30.08.2012

Landbúnaðarstofnun Svíþjóðar, Jordbruksverket, hefur nýverið tekið saman skuldsetningu kúabúa í löndum Evrópusambandins en tölurnar byggja á upplýsingum frá árinu 2009.  Á toppi listans tróna dönsk kúabú en meðalbúið í Danmörku hafði árið 2009 63% skuldahlutfall af heildar eignum. Í öðru sæti á listanum komu svo frönsk kúabú með 41% en þau sænsku voru þriðju skuldugustu kúabúin með 38% hlutfall.

 

Þar sem um er að ræða tölur frá árinu 2009 er ekki hægt að draga ályktanir um stöðuna í dag, en myndin hér að neðan sýnir þó vel hve mikill breytileiki er á milli landanna/SS.