Beint í efni

Meðal framleiðsla á bú aldrei verið meiri en árið 2011

11.01.2012

Á nýliðnu ári voru 124.462.010 lítrar mjólkur lagðar í samlög hér á landi. Það er rúmlega 1% meira en árið 2010 en þá var innvigtunin 123,2 milljónir lítra. Árið 2011 telst því þriðja mesta innvigtunarár sögunnar, eins og sjá má í töflunni hér að neðan varð innvigtunin mest árið 2009, rétt rúmar 126 milljónir lítra. Meðal framleiðsla á bú hefur samkvæmt þessu ekki áður verið meiri, tæpir 182 þúsund lítrar. Litlu munar þó á síðasta ári og 2009. Í töflunni má sjá þau ár sem framleiðslan hefur farið yfir 120 milljónir lítra, fjölda framleiðenda og meðal framleiðslu á bú./BHB

Ár Heildar innvigtun mjólkur, ltr. Fjöldi framleiðenda Meðal framleiðsla á bú, ltr.
2009 126.051.529 697 180.849
2008 124.816.835 706 176.794
2011 124.462.010 685 181.696
2010 123.178.275 690 178.519
1978 120.172.100 2.497 48.127