
Með þurrefnisbættri mjólk má auka vöxt kálfa
14.01.2017
Í tilraun, sem framkvæmd var í Suður-Ameríku og greint var frá í tímaritinu Journal of Dairy Science, voru könnuð áhrif þess að auka þurrefnisinnihald mjólkur á vöxt kálfa. Í ljós kom að með því að hræra mjólkurdufti út í mjólkina frá kúnum mátti auka vöxtinn smákálfanna verulega. Tilraunin var gerð á blending Holstein kálfum á aldrinum 5 til 55 daga gömlum en þeir fengu 6 lítra mjólkur á dag. Kálfunum var skipt upp í fjóra eldishópa og fékk hver þeirra sama mjólkurmagn en mismikið þurrefni í mjólkinni eða frá 13,5% upp í 16%, 18% og 20%.
Í ljós kom að aukið þurrefni hafði engin neikvæð áhrif, s.s. á tíðni skitu, en daglegur vöxtur jókst frá 694 grömmum á dag hjá hópnum á 13,5% þurrefni upp í 903 grömm á dag hjá hópnum á 20% þurrefni/SS.