Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Með þurrefnisbættri mjólk má auka vöxt kálfa

14.01.2017

Í tilraun, sem framkvæmd var í Suður-Ameríku og greint var frá í tímaritinu Journal of Dairy Science, voru könnuð áhrif þess að auka þurrefnisinnihald mjólkur á vöxt kálfa. Í ljós kom að með því að hræra mjólkurdufti út í mjólkina frá kúnum mátti auka vöxtinn smákálfanna verulega. Tilraunin var gerð á blending Holstein kálfum á aldrinum 5 til 55 daga gömlum en þeir fengu 6 lítra mjólkur á dag. Kálfunum var skipt upp í fjóra eldishópa og fékk hver þeirra sama mjólkurmagn en mismikið þurrefni í mjólkinni eða frá 13,5% upp í 16%, 18% og 20%.

Í ljós kom að aukið þurrefni hafði engin neikvæð áhrif, s.s. á tíðni skitu, en daglegur vöxtur jókst frá 694 grömmum á dag hjá hópnum á 13,5% þurrefni upp í 903 grömm á dag hjá hópnum á 20% þurrefni/SS.