Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Með sláturhús á hjólum

17.09.2011

Í Noregi, þar sem langt er á milli bæja, hefur á undanförnum árum verið starfrækt sláturhús á hjólum en starfsleyfi þess var til að byrja með bundið við afmarkað svæði. Í júlí sl. fékk þetta sláturhús hinsvegar fullt starfsleyfi norskra yfirvalda og Evrópusambandsins í öllu landinu og af því tilefni þótti upplagt að fræðast nánar um þetta sláturhús. Naut.is náði tali af Torill Malmstrøm, aðaleiganda sláturhússins en hún er sjálf dýralæknir að mennt og á fyrirtækið Mobilslakt A/S ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum sláturhússins auk fleiri hluthafa.
 
Að sögn Torill hefur sláturhúsið nú verið rekið í rúm fimm ár og en sláturhúsið er starfrækt í stórum sendiferðabíl sem dregur kælivagn á eftir sér, en í honum má kæla niður allt að 100 lambsskrokka í einu. Slátrunin er að sjálfsögðu að fullu vottuð og allt kjöt stimplað samkvæmt nákvæmum reglum hinnar norsku Matvælastofnunar. Aðspurð um tilurð sláturhússins sagði Torill að hún hafi einfaldlega séð markað fyrir þessa þjónustu, þ.e. að koma með sláturhúsið til gripanna í stað þess að flytja þá um langan veg.
 
En hvernig fer slátrunin fram svo hinum fjölmörgu opinberu kröfum sé mætt? „Við gerum skriflega samninga við bændurna“ segi Torill en í þeim samningi koma fram þeir skilmálar sem gerðir eru til bæði sláturhússins og þeirra búa sem kjósa að láta slátra fyrir sig. Í stórum dráttum sér sláturhúsið um nákvæmlega sömu þætti og hefðbundin sláturhús gera, ef frá er talið að bóndinn tekur við kjötinu eftir niðurkælingu þess. Bóndinn þarf að sjá um ýmsa þætti s.s. að leggja til aðgengi að vottuðu drykkjarvatni, góðu plássi við útihús enda sláturlínan 16 metra löng. Þá leggur búið til rafmagn og tengimöguleika fyrir frárennsli í haughús eða viðurkennda frárennslislögn fyrir skolvatn frá sláturbílnum.

 

Aðspurð um kostnað við þessa aðferð við slátrun sagði Torill að sláturhúsið haldi eftir innmat og gærum en rukki svo fast gjald fyrir hvern flokk gripa en sláturhúsið slátrar eingöngu lömbum, kálfum (að 120 kg. fallþunga) og svínum. Fast gjald eru 250 norskar krónur pr. grip upp að 13 kg fallþunga en annars eru teknar 25 norskar krónur pr. kg. fallþunga. Þá er innifalið í gjaldinu eyðing á sláturúrgangi sagði Torill að lokum í viðtali við naut.is/SS.

 

Nánar má fræðast um hinn norska sláturbíl með því að skoða heimasíðu fyrirtækisins: www.mobilslakt.no