Beint í efni

Með kálf sem gæludýr

12.06.2015

Þó svo flestir hafi haldið heimaalninga oft á tíðum og gert þá jafnvel húsvana, þá er líklega heldur óalgengara að það sé gert með kálfa. Þó eru til dæmi um þetta og nýverið birtist í færeysku sjónvarpi skemmtileg umfjöllun um kálfinn Fitta Freddy sem býr í Kirkjubø.

 

Fitta Freddy er holdakálfur af Highlander kyni, en móðir hans vildi ekki láta sjúga sig og bóndinn í Kirkjubø tók því kálfinn að sér og skírði hann Fitta Freddy. Hann hagar sér eiginlega eins og hundur og vekur eðlilega mikla athygli gesta og gangandi enn sem komið er, en væntanlega mun það breytast fljótlega enda verður hann 2-300 kíló á skömmum tíma.

 

Smelltu hér til þess að sjá skemmtilega umfjöllun færeyska sjónvarpsins um kálfinn í Kirkjubø/SS.