Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Með broddmjólkurmæla og broddlíki!

02.02.2012

Í kjölfar fréttar hér á naut.is um hugsanlega of lágt hlutfall mótefna í broddi (smelltu hér til þess að sjá þá frétt) hefur borist fréttatilkynning frá Landstólpa ehf. þar sem vakin er athygli á því að fyrirtækið flytji inn frá þýska fyrirtækinu Josera efni sem er kallað „broddlíki“ en ber nafnið Colostrin.

 

„Efnið er í 100 gramma bréfum og eru ráðleggingar framleiðanda að gefa eitt bréf saman við broddinn innan við tveimur klst. eftir fæðingu og endurtaka svo á þriðja degi. Efnin sem eru í broddinum þe. Immune globulin er kálfinum mjög mikilvægt á fyrstu dögunum til að byggja upp ónæmiskerfið.  Ef einhverra hluta vegna er skortur á því s.s. vegna geldstöðulyfs í móður eða júgurbólgu, kemur Colostrin til með að hjálpa uppá það með mjólkursýru-bakteríum, vítamínum og mikilvægum steinefnum sem styrkja ónæmiskefið á sambærilegan hátt og náttúrulegur góður broddur.

 

Colostrin minnkar líkur á skitu og öllum þeim kvillum sem geta herjað á kálfinn vegna veiks ónæmiskerfis. Colostrin er selt í pakkningu með 10 bréfum og pakkningin kostar kr. 4.460.“, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

 

Þá er einnig vakin á því athygli að sk. broddmjólkurmælar, þ.e. mælar sem mæla sérstaklega hve mikið af mótefnum er í broddmjólkinni fást einnig keyptir hjá Landstólpa/SS.